Opnir tímar fyrir sniðmát og frágang lokaritgerða

Nú þegar líður að skilum lokaritgerða er mikill annatími hjá ritveri Hugvísindasviðs og allir viðtalstímar bókast hratt upp. Við viljum því benda á að þeir sem þurfa aðstoð við frágang ritgerða og sniðmát geta leitað til ritversins í sérstökum opnum tímum föstudaginn 28. apríl kl. 10.00-13.00 á 2. hæð Þjóðarbókhlöðunnar og mánudaginn 1. maí kl. 12.00-15.00 á Háskólatorgi. Nemendur verða afgreiddir í þeirri röð sem þeir mæta.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is