Námskeið um uppbyggingu ritgerða

Ritver Hugvísindasviðs stendur fyrir námskeiði um uppbyggingu ritgerða miðvikudaginn 7. febrúar klukkan 12.00-13.00. Námskeiðið fjallar um grundvallaratriði í byggingu og skipulagi ritgerða. Einkum verður hugað að þrískiptingu ritgerða, flæði textans, kaflaskiptingu, efnisafmörkun, sniði og stíl. Námskeiðið hentar vel öllum þeim sem eru að skrifa stórar eða smáar ritgerðir á þessu misseri.
 
Námskeiðið verður haldið í fyrirlestrarsalnum á 2. hæð Þjóðarbókhlöðunnar.
Skráning fer fram HÉR
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is