Nýr leiðbeiningarvefur um ritun

Við viljum vekja athygli á því að nú er kominn nýr leiðbeiningavefur um ritun á háskólastigi sem Ritver Hugvísindasviðs og Menntavísindasviðs hafa búið til. Vefurinn er á slóðinni ritun.hi.is. Á vefnum er að finna leiðbeiningar um fjölmörg atriði sem tengjast fræðilegum skrifum, t.d. efnisafmörkun, mál og stíl, notkun heimilda, sniðmát og fleira.

Við vonum að þessi vefur eigi eftir að nýtast nemendum Háskólans vel en bendum jafnframt á þá einstaklingsbundnu aðstoð sem allir nemendur HÍ geta fengið í ritverum háskólans. Fyrirspurnir sendist á netfangið ritver@hi.is.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is