Námskeið um EndNote fyrir PC

Fimmtudaginn 25. október stendur Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn fyrir námskeiði í EndNote fyrir PC-tölvur í samvinnu við Ritver Hugvísindasviðs. Námskeiðið verður haldið í fyrirlestrarsal á 2. hæð Þjóðarbókhlöðunnar kl. 12-13.

Sýnt verður hvernig á að frumskrá heimildir í EndNote og sækja úr gagnasöfnum. Einnig verður sýnt hvernig hægt er að sækja tilvísanir (í texta jafnt sem neðanmálsgrein) beint úr EndNote og hvernig forritið setur upp heimildaskrá eftir öllum helstu stöðlum. EndNote-hugbúnaðinn má sækja ókeypis (ásamt leiðbeiningum) á Uglu undir tölvuþjónusta - hugbúnaður. Mikilvægt er að vera búinn að setja upp EndNote áður en námskeiðið hefst og er notendum bent á að snúa sér til Reiknistofnunar á Háskólatorgi ef þeir lenda í vandræðum með uppsetningu.

Kennari á námskeiðinu er Erlendur Már Antonsson, starfsmaður Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.

Hámarksfjöldi á námskeiðið er 20 og því er nauðsynlegt að skrá sig. Smellið HÉR til þess að skrá ykkur.
 
Námskeiðið verður endurtekið fimmtudaginn 8. nóvember og fer skráning fram HÉR
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is