Viðtalsfundir og námskeið í haust

Frá byrjun september og fram að jólaleyfi verða viðtalsfundir ritversins í Þjóðarbókhlöðunni sem hér segir: mánudagar 9-12 (Dagbjört), þriðjudaga 12-15 (Kristín Anna) og fimmtudaga 10-13 (Þórunn). Auk þess verður Ritver Menntavísindasviðs með fundi á mánudögum (13-17) og miðvikudögum (9.30-12.30) í Þjóðarbókhlöðunni.

Að vanda býður ritverið einnig upp á regluleg örnámskeið í vetur. Skráning á hvert námskeið fyrir sig verður auglýst sérstaklega þegar nær dregur en dagskrána á haustmisseri má sjá hér að neðan.

Fimmtudagur 12. september
BA/BS-ritgerðir. Hagnýt ráð við upphaf skrifa.
Fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar, 12.00-13.00
Umsjón: Dagbjört Guðmundsdóttir

Fimmtudagur 26. september
Uppbygging ritgerða.
Fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar, 12.00-13.00
Umsjón: Dagbjört Guðmundsdóttir

Föstudagur 11. október
APA-kerfið.
Fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar, 12.00-13.00
Umsjón: Dagbjört Guðmundsdóttir

Miðvikudagur 30. október.
EndNote fyrir PC. (hámarksfjöldi 20)
Fyrirlestarsalurinn í Þjóðarbókhlöðu, kl. 12-13
Umsjón: Erlendur Már Antonsson

Föstudagurinn 8. nóvember
Heimildaleit.
Fyrirlestarsalurinn í Þjóðarbókhlöðu, kl. 12-13
Umsjón: Sigurbjörg Long

Fimmtudagurinn 14. nóvember.
EndNote fyrir PC (hámarksfjöldi 20)
Fyrirlestarsalurinn í Þjóðarbókhlöðu, kl. 12-13
Umsjón: Erlendur Már Antonsson

 

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is