Heimildaskráning

Heimildaskráning felst í því að skrá, eftir fyrirframgefnum reglum, þær heimildir sem notast er við og vísað er til í ritsmíð.

Ekki má notfæra sér efni annarra án þess að vísa til þeirra. Með því að skrá og vísa samviskusamlega til heimilda geta lesendur séð hvaðan höfundur hefur fengið upplýsingar, innblástur, hugmyndir, efnivið o.s.frv., o.s.frv.

HEIMILDASKRÁNING SKIPTIST Í ÞRENNT: TILVITNANIR, TILVÍSANIR OG HEIMILDASKRÁ.

1. Tilvitnun er efni eða efnisatriði sem fengið er úr heimild.
2. Tilvísun í lesmáli vísar til heimildar þar sem hún er skráð í heimildaskrá. Tilvísun inniheldur oftast nafn höfundar og ártal auk blaðsíðutals, sé þess þörf.
3. Í heimildaskrá eru færðar allar heimildir sem vísað er til í lesmálinu, en ekki aðrar.

Í flestum heimildaskráningakerfum er gert ráð fyrir að fram komi hver er höfundur, hvenær heimildin var gefin út, um hvers konar heimild er að ræða og hvar hún kom út eða hvar hún er á vefnum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is