Námskeið um EndNote

Miðvikudaginn 4. október og föstudaginn 6. október stendur Landsbókasafn Ísland - Háskólabókasafn fyrir námskeiðum í Endnote í samvinnu við Ritver Hugvísindasviðs. Námskeiðin verða haldin í kennslustofu á 3. hæð Þjóðarbókhlöðunnar kl. 12-13.
 
Námskeiðin eru bæði fyrir Endnote í PC en samskonar námskeið fyrir Mac verður haldið eftir tvær vikur og auglýst sérstaklega.
 
Sýnt verður hvernig á að frumskrá heimildir í EndNote og sækja úr gagnasöfnum. Að auki verður farið í hvernig hægt er að sækja tilvísanir (í texta jafnt sem neðanmálsgrein (e. footnote)) beint úr EndNote og hvernig forritið setur upp heimildaskrá eftir öllum helstu stöðlum.
EndNote-hugbúnaðinn má sækja ókeypis (ásamt leiðbeiningum) á Uglu undir tölvuþjónusta - hugbúnaður. Mikilvægt er að vera búinn að setja upp EndNote áður en námskeiðið hefst og er notendum bent á að snúa sér til Reiknistofnunar á Háskólatorgi ef þeir lenda í einhverjum vandamálum með uppsetningu.
Kennari er Erlendur Már Antonsson, starfsmaður Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.
 
Hámarksfjöldi á hvort námskeið er 20 og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst, 4. október HÉR og 6. október HÉR
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is