Verkefnavaka 2017

Verkefnavaka verður haldin í fimmta sinn fimmtudagskvöldið 16. mars kl. 17.00 til 22.00 á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðunni. Verkefnavakan er viðleitni Háskóla Íslands til að koma til móts við nemendur sem haldnir eru frestunarpest og ritkvíða og hjálpa þeim að ljúka verkefnum tímanlega.

Þeir sem sækja Verkefnavökuna geta rætt við starfsfólk Bókasafns Menntavísindasviðs og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, náms- og starfsráðgjafa og ráðgjafa ritvera Menntavísindasviðs og Hugvísindasviðs.  

Dagskráin er fjölbreytt og stúdentar eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri þegar vormisseri er að ljúka og mörg verkefni bíða úrlausnar.

Ráðgjafar ritveranna verða á vakt allan tímann og þá munum við einnig bjóða upp á sérstaka aðstoð við sniðmát og APA-kerfið. Sjá nánar um viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/1864931593762077/

Dagskrá

Kjörorð kvöldsins:  Vinnum í verkefnum eina kvöldstund í góðum félagsskap – rjúfum einsemd höfundarins, gegn frestunarpest og ritkvíða
 
17:00 – 17:30  Fyrirlestrarsalur
Setning og kynning vökunnar

17:30 –18:00  
Fyrirlestrarsalur: Viska þeirra – viðhorf mitt: Unnið úr heimildum - Menntavísindasvið
Fundarherbergi: Rithvöt: Finndu gleðina í skrifunum – Hugvísindasvið
Stöð I: Frestunarpest og ritkvíði – Náms- og starfsráðgjöf
Stöð II: Sniðmát, frágangur og APA reglur – Starfsmenn ritvera
Ritver: Aðstoð við fræðileg skrif – Starfsmenn ritvera
Þjónustuborð: Aðstoð við heimildaleit og Áttavitinn – Starfsmenn Landsbókasafns

18:30-19:00
Fyrirlestrarsalur: Aðstoð við skráningu heimilda, EndNote – Vinnustofa bókasafns Menntavísindasviðs og ritvers Menntavísindasviðs
Fundarherbergi: Skapandi skrif  – Ritver Menntavísindasviðs
Stöð I: Tíminn flýgur hratt: Skipulag og tímastjórnun – Náms- og starfsráðgjöf
Stöð II: Sniðmát, frágangur og APA reglur – Starfsmenn ritvera
Ritver: Aðstoð við fræðileg skrif – Starfsmenn ritvera
Þjónustuborð: Aðstoð við heimildaleit og Áttavitinn – Starfsmenn Landsbókasafns

19:00-20:00 DAGSKRÁRHLÉ

20:00-21:00 Vinnustofur:
Fundarherbergi: Leitir.is – Vinnustofa Landsbókasafns um leitargáttina Leitir.is
Stöð I: Academic writing in English – Ritver Menntavísindasviðs
Stöð II: Sniðmát, frágangur og APA reglur – Starfsmenn ritvera
Ritver: Aðstoð við fræðileg skrif – Starfsmenn ritvera
Þjónustuborð: Aðstoð við heimildaleit og Áttavitinn – Starfsmenn Landsbókasafns

21:00 – 22:00 Vinnustund
Ritver og afgreiðsla Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns opin til kl. 22:00 og ráðgjafar á vakt.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is