Panta viðtalsfund

Viðtalsfundir í Þjóðarbókhlöðunni

Ritver Hugvísindasviðs og Menntavísindasviðs bjóða upp á viðtalsfundi á 2. hæð Þjóðarbókhlöðunnar. Á haustmisseri 2017 verður Ritver Hugvísindasviðs með tíma á mánudögum 10-13 (Steinunn), miðvikudögum 13-16 (Tinna), fimmtudögum 10-13 (Einar Freyr) og föstudögum 12-15 (Anna Eir) en Ritver Menntavísindasviðs sér um þriðjudaga 8.30-11.30 (Randi). Smellið HÉR til þess að bóka fund þar.

Um viðtalsfundina

  • Viðtalsfundirnir standa öllum nemendum Háskóla Íslands til boða, þ.e. grunn- og framhaldsnemum úr öllum sviðum, deildum og námsgreinum, og þeir eru ókeypis.
  • Um fundina sjá ráðgjafar sem eru meistaranemar, doktorsnemar eða nýdoktorar.
  • Nemendur geta komið með skrifleg verkefni af ýmsu tagi í ritverið, t.d. lokaritgerðir, námskeiðsritgerðir, skýrslur, dagbækur, stutt heimaverkefni og fleira. Ekki skiptir máli hversu langt verkefnin eru komin.
  • Ráðgjöfin sem veitt er á viðtalsfundunum snýst um atriði eins og afmörkun efnis, rannsóknarspurningu, röksemdafærslu, uppbyggingu texta, mál og stíl, mat og meðferð heimilda, heimildaskráningu, uppsetningu o.þ.h. Ráðgjöfin er almenns eðlis og ætti því að vera góð viðbót við þær sérfræðilegu leiðbeiningar sem nemendur fá frá kennurum og leiðbeinendum.

Skype-fundir

Þeir sem þess óska geta bókað Skype-fund í ritverinu með því að hafa samband í tölvupósti á ritver@hi.is.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is