Um ritverið

Ritverið hóf starfsemi 15. janúar 2014 en það er á ábyrgð Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og dregur nafn sitt af því. Ritverið veitir nemendum Háskóla Íslands aðstoð við stórar og smáar ritsmíðar og býður upp á viðtalsfundi og örnámskeið tengd ritun og ritgerðasmíð á háskólastigi. Viðtalsfundirnir fara fram á 2. hæð Þjóðarbókhlöðunnar.

Ráðgjafar ritversins eru: Kristín Anna Hermannsdóttir (MA-nemi í almennri bókmenntafræði), Dagbjört Guðmundsóttir (doktorsnemi í íslenskri málfræði) og Þórunn Arnardóttir (MA-nemi í máltækni). Umsjónarmaður ritversins er Jóhannes Gísli Jónsson, prófessor í íslenskri málfræði.

Á haustmisseri 2019 munu vaktirnar á Þjóðarbókhlöðunni skipast þannig: mánudagar 9-12 (Dagbjört), þriðjudagar 12-15 (Kristín Anna) og fimmtudagar 10-13 (Þórunn). Auk þess er Ritver Menntavísindasviðs með viðtalstíma á miðvikudögum og fimmtudögum í Þjóðarbókhlöðunni.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is