Ritver Háskóla Íslands

Ritver Hugvísindasviðs hóf starfsemi 15. janúar 2014 en það var á ábyrgð Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og dró nafn sitt af því. Ritverið starfaði sem sjálfstæð eining til ársloka 2019 þegar það var sameinað Ritveri Menntavísindasviðs. Hið nýja ritver, Ritver Háskóla Íslands, veitir nemendum skólans aðstoð við stórar og smáar ritsmíðar og býður upp á viðtalsfundi og örnámskeið tengd ritun og ritgerðasmíð á háskólastigi. Viðtalsfundirnir fara fram á 2. hæð Þjóðarbókhlöðunnar eða á bókasafni Menntavísindasviðs í Stakkahlíð.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is